Sunnudagana 14 nóv, 28 nóv. 5 des og 12 desember kl.12:00-13:30. ætlar Sleipnir að bjóða upp á Pollanámskeið í félagshesthúsi sínu. Pollanámskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 3-7 ára og foreldrum þeirra og gefast þeim þar kostur á að eiga frábæra fjölskyldustund og kynnast hestunum, kemba þeim og fara á hestbak.
Einnig verður boðið upp á piparkökur og kakó, ásamt því að hægt verður að lita hestamyndir og fá létta fræðslu um hestinn okkar og fylgihluti hans. Námskeiðið er 1,5 klst hvert skipti og kostar námskeiðið 15.000 kr.
Skráning fer fram inn á arborg.is- mínar síður og árborg valið sem félag og svo námskeiðið pollahelgar.
Allar nánari upplýsingar um Pollahelgarnar veitir Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis. E-mail: aeskulydsnefnd@sleipnir.is eða í síma 898-9592