Kæru foreldrar/forráðamenn.
Nú erum við að opna  fyrir skráningu á Hestafjörsæfingar. Hestafjörsdagurinn 2018 verður að þessu sinni haldinn laugardaginn 28. apríl og hefst dagskráin kl. 10:30. Æfingar verða á mánudögum  og þriðjudögum (16. og 17. apríl og 23. og 24. apríl ). Hugsanlega verður einni æfingu bætt við auk Generalprufu sem verður föstudaginn 27. apríl. Æfingatímar verða seinnipart dags. Kennari verður Áslaug Fjóla Guðmundsdóttir.
Hestafjörsæfingarnar eru ókeypis fyrir þátttakendur, hestamannafélagið greiðir reiðkennaranum.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt vinsamlegast sendið tölvupóst fyrir 13. apríl til Æskulýðsnefndar (hronnbjarna@hotmail.com) með eftirfarandi upplýsingum: Nafn þátttakanda og fæðingarár,nafn, gsm sími og netfang forráðamanns,nafn, litur og aldur hests

Á Hestafjörinu er einnig einnhópur fyrir yngri börn sem ekki ríða sjálf ( foreldrar / forráðamenn teyma undir þeim ) en gott er að fá einnig tölvupóst frá þeim með ofangreindum upplýsingum þó svo að þau séu ekki að mæta á "æfingar".

Nánari upplýsingar eru  veittar í síma 867-9304 eða netfanginu hér að ofan.
Vonandi sjáum við sem flesta  í "Hestafjörinu",

Æskulýðsnefnd