Sameiginlegur fjölskyldureiðtúr hestamannafélaganna verður farinn sunnudaginn 22.maí nk. Lagt verður af stað frá Hliðskjálf kl. 14:00. Riðið verður niður hjá Sölvholti og áð við Uppsali þar sem við fáum okkur hressingu. Við heimkomu að Hliðskjálf verður boðið upp á grillpylsur og drykki í boði Æskulýðsnefndar Sleipnis.
Æskulýðsnefnd