Æskulýðsnefnd Sleipnis boðar til fræðslufundar þar sem Ágúst Hafsteinsson, yfirdómari á landsmóti og Sigurður Torfi Sigurðsson yfirfótaskoðunarmaður á landsmóti halda erindi.

Ágúst fjallar um hvernig dómarar meta sýningar hjá keppendum í barna- unglinga og ungmennaflokkum og hvaða atriði dómarar eru sérstaklega að leita eftir.

Sigurður Torfi fjallar um reglur varðandi járningar og fótabúnað á landsmóti.

Allir eru velkomnir á fundinn, en lögð er rík áhersla á að keppendur ásamt forráðamönnum / foreldrum yngri keppenda mæti.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 26. júní kl 20:30 í Hlíðskjálf.