Sleipnir hefur fengið til afnota spildu í eigu Árborgar, til haustbeitar fyrir félagsmenn. Haginn er staðsettur við svokallaða Eyðimörk, en hún liggur meðfram Eyrarbakkavegi, rétt við bæjarmörkin. Hólfið er einungis ætlað félagsmönnum og er beitin þeim að kostnaðarlausu. Hver og einn að sjá um brynningu og/eða taka sig saman með öðrum. Taka verður tillit til þess hversu lengi beit og tíðarfar leyfir notkun. Sleipnir mun hvorki sjá um gjöf eða brynningu og eru öll hross alfarið á ábyrgð eigenda sinna. Hægt er að nýta hagann nú þegar en gefin verður út sérstök dagsetning þegar fram líður, þess efnis hvenær tæma þarf hagann. Þau hross sem ekki hafa verið sótt fyrir þann tíma verða afhent dýraeftirlitsmanni. 

Takmörkuð pláss eru í boði og miðað við að hver umsækjandi sé með að hámarki fjóra hesta. Umsóknir skal senda á netfangið  gudbjorg@sleipnir.is  þar sem fram skal koma:

Nafn, kt. og símanúmer félagsmanns, fjöldi hrossa og tilgreining á hverju hrossi fyrir sig með IS númeri. Ef hrossið er ekki með IS nr. þarf í þess stað að tilgreina aldur, lit, kyn og önnur sérkenni ef einhver eru. Vinsamlegast athugið að hólfið er aðeins ætlað tömdum hrossum, stóðhestar eru ekki leyfðir.

Stjórnin