Fréttir frá Stjórn

Vegna sóttvarna verður stefnumótunar-fundinum sem átti að halda 23. nóvember, frestað þar til fleiri en 50 mega koma saman aftur.

Formenn nefnda munu funda með stjórn 30. nóvember til að fara yfir málin og móta dagskrá næsta árs.

Skipulagsmálin eru að komast á skrið og verður auglýst eftir aðila til að vinna ramma og deiliskipulag fyrir svæðið okkar með skipulagsnefnd Sleipnis. Skipulagsnefnd hefur sent skipulags og bygginganefnd Árborgar, athugasemd vegna breytingar á deiliskipulagi til að bæta við innkeyrslu að lóð Húsasmiðju við Larsenstræti frá Gaulverjabæjarvegi.

Auglýst var eftir tilboðum í að ljúka við klæðningu á félagsheimili og barst eitt tilboð sem var tekið og hefst sú vinna nú í desember að öllu óbreyttu.

Reiðhallar gólfið hefur verið lagað reglulega þar sem vökvunarstútar leka og þurfum við að láta vita í netfangið sleipnir@sleipnir.is ef stútar leka.

Þegar gólfið verður of blautt á kafla höfum við verið að moka blautu efni yfir á þurr svæði og þurru efni í staðinn, við getum öll hjálpast að við þetta verkefni meðan félagið hefur ekki starfsmann.

Vökvunarstútar sem stíflast eða fara að leka eru lagfærðir þegar tæki til að lyfta fólki í rétta hæð eru til staðar, sjálfboðaliðar eru alltaf velkomnir, látið vita í netfangið sleipnir@sleipnir.is ef þið viljið aðstoða í reiðhöllinni.

Nýlega var fundað með Vegagerðinni vegna frágangs eftir breikkun og lagfæringar á Gaulverjabæjarvegi. Vegagerðin mun fara yfir málið með verktaka, bæði lagfæringar á tengingu reiðvegar eftir hækkun á heimreið Dísastaða og ástand reiðvegar eftir framkvæmdirnar. Vegagerðin skoðar einnig leiðir til að bæta öryggi þar sem reiðvegurinn sveigir að akvegi rétt áður en komið er að fyrrnefndri heimreið. 

Fyrirhugað er að funda sérstaklega vegna vegtengingar Suðurhólavegs inn á Gaulverjabæjarveg og möguleika á tilfærslu reiðvegar meðfram Gaulverjabæjarvegi þannig að lágmarks fjarlægð frá akvegi náist.

 

18 May, 2022

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Sækja um Viðrunarhólf

Vidrunarholf

Skipulagsmál

Skipulagsmal

Reiðhöll dagatal


Maí
18Maí Mið 17:00 - 17:50 Reiðkennsla- Félagshús Sleipnis 
19Maí Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 
19Maí Fim 17:00 - 17:50 Reiðkennsla- Félagshús Sleipnis 

Hliðskjálf dagatal


Maí
18Maí Mið 8:00 - 10:30 WR ÍÞRóttamót Sleipnis 
21Maí Lau 12:00 Frátekin v. Húsnefnd 
23Maí Mán 19:30 - 22:30 Frátekið v. Húsnefnd 

Styrktaraðilar

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
2053
Articles View Hits
6843568

Vellir dagatal


Maí
19Maí Fim 0:05 - 18:05 WR ÍÞRóttamót Sleipnis 

Júní
3Jún Fös 0:05 - 18:05 Gæðingamót Sleipnis 
13Jún Mán 0:01 - 18:01 Lokaðir vegna Kynbótasýninga