Fræðslunefnd Sleipnis mun bjóða upp á almennt reiðnámskeið á tímabilinu 15. mars til 12. apríl n.k. ef næg þáttaka næst. Kennari verður Sigríður Pjetursdóttir.

 Tilvalið tækifæri fyrir alla þá sem vilja bæta við þekkingu sína og efla sig og sinn hest. Einnig góður undirbúningur fyrir þá sem hyggjast taka knapamerkin í framtíðinni. 5 verklegir tímar verða þar sem fjórir verða saman í hóp og einn bóklegur tími. Raðað er í hópa eftir getu. Verklegu tímarnir fara fram seinnipartinn á sunnudögum í reiðhöllinni í Votmúla og sá bóklegi í Hliðskjálf. Verð fyrir félagsmenn er 19.000 og 21.000 fyrir aðra. Allir velkomnir.

Frekari upplýsingar og skráning fer fram hjá Siggu (siggapjeturs@simnet.is; s: 8997792) eða Þórdísi (thordisv@heimsnet.is) Skráningu þarf að vera lokið fyrir 13.mars og þáttökugjald greiðist í fyrsta tíma.

Kveðja, fræðslunefndinWink