Næsta mót Sleipnis er íþróttamótið sem haldið verður helgina 2.-3. maí.
Skráning verður sunnudagskvöldið 27. apríl milli klukkan 18:00 – 20:00 í Hlíðskjálf og í síma 858-7121 / 482-2802. Einungis verður hægt að greiða á staðnum eða með símgreiðslu.
Skráningargjald er 3000kr fyrir fyrstu skráningu en 2000kr á næstu skráningu/ar. Gjald fer þó hæst í 12000kr á knapa.
Á mótinu verða 5 dómarar og verða allar keppnisgreinar ef næg þáttaka fæst.
Hvetjum alla til að taka þátt! Kveðja, mótanefnd