Hesthúshornið

Nú er karlakvöldið á föstudaginn kemur það er mikilvægt að það heppnist á allan hátt. Þingborg liggur best allra félagsheimila við er miðsvæðis í héraðinu. Karla- eða kallakvöld menn eru kallaðir saman til að gleðjast og styðja við gott málefni, Sleipnishöllina sjálfa. Maturinn verður dýrðlegur og á hóflegu verði sumir koma og borða til að styrkja málefnið aðrir koma borða og kaupa happdrættismiða þeir þriðju bjóða svo í folatollana að auki. Menn drífur að allsstaðar frá.

Það verða folatollar boðnir upp úr mörgum bestu stóðhestum landsins. Svo er inní pakkanum frábær skemmtiatriði með Gísla Einarssyni, Árna Johnsen og Labba í Glóru, Einar Öder verður veislustjóri og Bragi Sverrisson hefur málað sjálfan Sleipni svo sitthvað sé nefnt. Labbi syngur örugglega sönginn ríðum og ríðum sem er ljóð og lag sem hann samdi fyrir sviðamessuna í hitteðfyrra. Ég skora á karla til sjávar og sveita að láta sig ekki vanta. Nú er vorið að ganga í garð lömbin að fæðast og hestamenn fullir af tilhlökkun hvernig verður folaldið sem þeir fá í vor. Og alltaf er vandi að gefa ungviðinu nafn. Íslenski hesturinn heitir íslensku nafni um víða veröld, útlendingarnir ekki síður en við vilja að hesturinn beri nafn frá upprunalandinu. Við eigum í Snorra-Eddu og fjölbreyttri nafnaflóru íslenskunnar frábær nöfn. Einn frægasti hestur Rangæinga var Tryllingur Einars alþingismanns á Geldingalæk hann er talinn vera eini hesturinn sem staðið hefur á Heklutindi. Hér áður máttu ferðamenn fara á hestum í 760 metra hæð á Heklu. Þar uppi var hestarétt í gamla daga, svo gengu menn á fjallið. Myndin uppi í horninu er af gömlu réttinni við Höskuldsbjalla sem hvarf undir hraun 1947. Tryllingur er mikið nafn og þess virði að nota það. Hjónin Helga og Helgi í Kjarri settu nafnið Stáli á sinn glæsihest, einfalt ramm íslenskt og stutt nafn. Í Sturlungu sá ég frábært nafn sem ég ætla að nota fái ég hest úr Skvísu minni í sumar S t á l a g n ý r. Þetta nafn var notað á vígamanninn Sturlu Sighvatsson á hátindi ferilsins þegar hann gekk um Þingvelli í glæsileika sínum. Við skulum vanda nafnavalið það er óþarfi að nota einhver afbökuð og ljót nöfn. Það er til frábær nafnabók sem Hrímfaxi heitir. Eitt sinn lagði ég til að gerður yrði vegslóði á Heklu og Rauðalestin eða bíllinn Tryllingur fengi einkaleyfi að flytja menn að fordyri Helvítis en þjóðsagan segir að það sé í Heklu, leiðin til himnaríkis um Eyrarbakka. Í gígnum á Heklu fengju ferðalangar syndakvittun um að kölski hafnaði þeim. Allir gætu þá farið á Heklu úr víðri veröld gamlir og haltir, vísindamenn skólafólk og almenningur. Horft yfir Suðurland og hefðu bevís uppá að vera hafnað og þurfa ekki í vítiskvalirnar. Margir Rangæingar reiddust mér Drífa Hjartardóttir á Keldum var mér reið í nokkra mánuði og Ísólfur Gylfi varð afundinn við mig. Drífa og fleiri töldu hugmyndina hálfgerð helgispjöll ég tapaði auðvitað fylgi, eins og þingmenn gera oft útá góðar en umdeildar hugmyndir. Nú sé ég að hestamaðurinn Anders Hansen sér tækifærin og verður hvorki meira né minna en með þyrluflug á Heklutind í sumar frá Heklusetrinu á Leirubakka. Frábært og til hamingju Ísland. Eldfjallið Hekla færist á ný inní heimsumræðuna eins og Eyjafjallajökull og aflar gjaldeyris sem Steingrím Joð vantar í endurreisnina, og þá getur hann lækkað verð á
bensíni.

gudni.ag@simnet.is

25 May, 2022

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Sækja um Viðrunarhólf

Vidrunarholf

Skipulagsmál

Skipulagsmal

Reiðhöll dagatal


Maí
25Maí Mið 17:00 - 17:50 Reiðkennsla- Félagshús Sleipnis 
25Maí Mið 18:00 Lokuð v. Hestafjör 2022 
26Maí Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 

Hliðskjálf dagatal


Maí
25Maí Mið 12:00 Frátekið v. húsnefnd 
30Maí Mán 19:30 - 22:30 Frátekið v. Húsnefnd 

Júní
3Jún Fös 0:01 - 20:00 Frátekin v.Húsnefnd 

Styrktaraðilar

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
2057
Articles View Hits
6860123

Vellir dagatal


Júní
3Jún Fös 0:05 - 18:05 Gæðingamót Sleipnis 
13Jún Mán 0:01 - 18:01 Lokaðir vegna Kynbótasýninga 

Júlí
25Júl Mán 0:01 - 18:01 Lokaðir vegna Kynbótasýninga