Þá er stóra stundin að renna upp vígsla reiðhallarinnar fer fram á laugardag. Eitt þúsund hesta reið og fjölmenni mun koma á hátíðina það verður mikið um að vera á Selfossi.
Þetta verður einn stærsti viðburður sem fram hefur farið. Karlakvöldið í Þingborg verður á föstudagskvöld, þar hita menn upp fyrir laugardaginn og skora ég á vinnufélaga, þess vegna vinnuveitendur, að sameinast um að bjóða sínum mönnum á skemmtunina, bjórinn og lambakjötið munu engan svíkja. Bændur í Flóa og Hreppum og Rangárþingi æta örugglega, sauðburði að ljúka. Folatollar verða boðnir upp og dregið út í happdrætti, úr öllum bestu stóðhestum Suðurlands Nú verður ekki Gísli Einarsson, heldur hinn kemmtilegi Ari Eldjárn sem rekur ættir sínar að Tjörn í Svarfaðardal úr sveit Bakka-Baldurs.

Kvennakvöldið ku vera afstaðið og heppnast vel svo og vorreiðtúr þeirra, stelpurnar aldrei í betra formi. Það væri gaman að taka myndir úr lofti af þúsundmannareiðinni eftir Austurveginum, prýddum hátíðarfánum og föngulegum hestum og hestamönnum konum og körlum, börnum og unglingum. Ekki myndi skemma fyrir ef Ólafur Helgi sýslumaður og séra Kristinn Ágúst færu í fylkingarbrjósti klæddir kjól og hempu, og sýslumaður með kaskeiti embættisins. Jafnframt er von á landbúnaðarráðherra Steingrími J. Sigfússyni, tengdasyni Selfoss, verði hann ekki farinn til Grikklands. Kannski fara okkar góðu flugmenn í loftið þeir Þorfinnur Snorrason eða Gauti Sigga Kalla með Gunnsa Geira eða Magnúsi Hlyn og mynda atburðinn. Ég náði því fram sem andbúnaðarráðherra á sínum tíma að fá samþykki ríkisstjórnar og Alþingis að nýta peninga úr sölu á Lánasjóði Landbúnaðarins samtals 350 milljónir til að styrkja ppbyggingu Reiðhallanna. Nú eru þær allar að verða komnar í gagnið hringinn í kringum landið einar tuttugu og fimm talsins. reiðhallir hestamannafélaganna eru að lyfta grettistaki, þær eru sýningahallir og kennslustofur og gjörbreyta allri aðstöðu hestamanna. Ég vil nú þakka hestamönnunum og hestamannafélögunum hvernig þeir unnu úr þessum styrkjum. Fengu til liðs við sig sjálfboðaliða einstaklinga og ekki síst sveitarfélögin á viðkomandi stað. Byggðu reiðhallirnar með ódýrum hætti og flestar þeirra í verklok skuldlausar eða skuldlitlar. Byggingastjórar Sleipnishallarinnar voru tveir, fyrst Jón Árni Vignisson síðar Jón Gunnarsson. Hestamennskan í landinu er nú vel búin til bardagans á svo mörgum sviðum og fleiri og fleiri munu áfram gera hestinn að ævintýri í lífi sínu. Ég óska Sleipnismönnum til hamingju með reiðhöllina og þá miklu samstöðu sem myndaðist í Árborg og Flóahreppi um að standa svona vel að byggingunni. Nú búum við okkur undir hátíðina á laugardaginn, enginn má missa af því þegar þúsund hestamenn ríða í gegnum reiðhöllina inn á Brávelli. Athöfnin á vellinum og í Reiðhöllinni verður stutt og hátíðleg, þar verður vígsluterta bökuð af Guðna bakara ca. 10 fm að stærð, þar verða stutt ávörp, flutt skemmtiatriði og veitingar, sannkölluð þjóðhátíðarstemning. Þú og þín fjölskylda eruð velkomin á Brávelli og í Sleipnishöllina, sjón er sögu ríkari. Nú sit ég sjálfur hér uppi í horninu Valiant heimsmeistarannmikla sem var í eigu einvaldsins Hafliða Halldórssonar bónda á Ármóti. Valiant kom sá og sigraði á heimsmeistaramótinu í Riden í Þýskalandi 1999.

Guðni Ágústsson

 

Gudni1