Hrossaræktarfélag Ölfus boðar til fræðslufundar í Hliðskjálf , Selfossi (félagsheimili Sleipnis) mánudaginn 16 mars næstkomandi húsið opnar kl 19.30 og fundurinn hefst kl 20. Gestir fundarins verða þeir Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður í hrossarækt hjá RML flytur hann erindi um ganghæfni íslenskra hrossa og áhrif sköpulags og skeiðgens . Erindið snýst um samband byggingar og hæfileika íslenskra hrossa og áhrif skeiðgensins á ganglag hestsins. Pétur Halldórsson starfsmaður RML í hrossarækt kynnir hvernig hrossaræktendur geta nýtt sér möguleika Worldfengs. Fundurinn er öllum opinn og hvetjum við alla áhugasama til að mæta.
Kaffi veitingar seldar til styrktar æskulýðsstarfi Sleipnis.

Stjórn Hrossaræktarfélags Ölfus.