Skeiðfélagið er styrkt í sumar af Baldvin og Þorvaldi, þau Guðmundur og Ragna gefa alla verðlaunagripi í sumar og standa þ.a.l. þétt við bakið á eflingu Skeiðkappreiða og því bera og eiga þau heila þökk fyrir það. Skeiðfélagið kynnir með stolti nýja

verðlaunagripi sem veittir verða í sumar. Þau Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir gefa verðlaun til heiðurs Einari Öder Magnússyni sem féll frá í blóma lífsins síðastliðinn vetur. Verðlaunagripirnir hafa hlotið nafnið Öderinn. Eignabikar verður veittur á hverjum skeiðleikum fyrir besta árangur á þeim. Farandbikar verður svo afhentur í lok keppnistímabils fyrir þann knapa sem hæstan stigafjölda hlýtur úr Skeiðleikum sumarsins. Þetta er falleg gjöf sem er ætlað að halda minningu Afreksíþróttamannsins Einars Öder Magnússonar á lofti og höfum við hann með okkur í anda þegar öskufljótir gammagæðingar taka til fótanna á Skeiðleikum Sumarsins.

Skeiðfélagið