Reiðnámskeið æskulýðsnefndar hefjast 1. og 2. feb. næstkomandi. Námskeiðin verða kennd á mánudögum og þriðjudögum, hver hópur einu sinni í viku. Kenndir verða 8 tímar fram að páskum og fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á að halda áfram verða kenndir 4 tímar í viðbót að Hestafjöri loknu, eða frá mánaðamótum apríl/maí.

Verð fyrir 8 tíma námskeið er kr. 10.000,- og fyrir 12 tíma námskeið kr. 15.000,-
Reiðkennarar eru Bjarni Sveinsson og Hugrún Jóhannsdóttir. Í forföllum Hugrúnar kennir Áslaug Fjóla Guðmundsdóttir.

Hægt er að skrá sig eða fá nánari upplýsingar um námskeið hjá meðlimum æskulýðsnefndar:

Hrönn :  hronnbjarna@hotmail.com  (gsm 867-9304)
Elísabet :  elisabetsgisla@gmail.com  (gsm 856-1775)
Bára :  barabk90@gmail.com  (gsm 771-7802)
Jóna :  jona@rml.is  (gsm 865-4382)

Í skráningunni þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang nemanda og forráðamanns, hversu vanur nemandi er (byrjandi/lítið vanur - nokkuð vanur - mikið vanur) og hvort hann hefur farið á reiðnámskeið áður.

Tekið verður á móti skráningum á ofangreind reiðnámskeið til miðvikudagsins 27. janúar.

Í apríl/maí er svo fyrirhugað að halda keppnisnámskeið og verður það auglýst síðar á heimasíðu Sleipnis (sleipnir.is)

Með bestu kveðjum,
Æskulýðsnefndin