Reiðnámskeið Sleipnis sumarið 2016
Reiðnámskeið Sleipnis verður haldið í Vallartröð 4 á Selfossi í sumar. Umsjónarmaður er Oddný Lára Guðnadóttir. Oddný er menntaður hestafræðingur og leiðbeinandi frá Háskólanum á Hólum í Hjaltadal og hefur haldið allmörg reiðnámskeið með góðum árangri í gegnum árin.
Skráning er hafin í síma 847 9834 eða á oddnylara(hja)floaskoli.is (www.hestaland.123.is). Börn læra grunnatriði í hestamennsku, stjórnun og ásetu. Farið verður í útreiðartúra ásamt uppákomum í reiðhöll.
Innifalið í verði er aðgangur að hesti, reiðtygjum og hjálmi. Öll börn frá viðurkenningaskjal með mynd af sér og hestinum í lok námskeiðs.
Fyrir 6-8 ára. (5 daga námskeið kostar 10.000)
• · 6-10 júní kl. 13:30 til 14:30 eða 15:00-16:00 (5 dagar.)
• · 8-12 ágúst kl. 15:00-16:00 (5 dagar.)
• · 15-19 ágúst kl 15:00-16:00 (5.dagar.)

Fyrir 9 ára og eldri. (9 daga námskeið kostar 20.000 og 10 daga 22.000)
• · 13-24 júní kl. 10.00-11.30 eða 13.00-14:30 (9 dagar.) (17 júní frí)
• · 11-22 júlí kl. 10.00-11.30. eða 13.00-14.30 (10.dagar.)
• · 8-19 ágúst kl. 10.00-11.30 eða 13.00-14.30 (10.dagar.)