Niðurstöður á úrtöku og opnu gæðingamóti Sleipnis,Ljúfs og Háfeta sem fram fór á Brávöllum 3 - 5. júní.
Opnu gæðingamóti og úrtöku Sleipnis,Ljúfs og Háfeta er nú lokið. Mótið fór vel fram í fallegu veðri.
Margar fallegar sýningar litu dagsins ljós og úrslitin voru spennandi. Hestamannafélagið Sleipnir hefur látið Siggu á Grund skera út nýjan og
fallegan grip sem veittur verður efsta B-flokks hesti á gæðingamóti Sleipnis. Gripurinn ber handbragð Siggu vel og er gríðarlega fallegur. Frami frá Ketilsstöðum með knapa sinn Elín Holst vann þann grip og er því fyrsti skjaldarhafinn í B-flokk.
Krókus frá Dalbæ vann A-flokkinn og fékk því Sleipnisskjöldinn sem veittur hefur verið efsta Alhliðagæðing í Sleipni frá 1950. Sá gripur var skorinn út af Ríkharði Jónssyni.