Laugardaginn 25.02.2017 var sumarferð Sleipnis kynnt í Hliðskjálf. Fjölmargir mættu og skráðu sig í væntanlega ferð.
Til þeirra sem ekki komu eða komust. Þá er fyrirhugað að fara um Borgarfjörðinn í sumar, riðnir verða dagarnir 16, 17 og 18 júní.
Gist verðu í eða við félagsheimilið Brún, hestunum ekið í Borgarfjörðinn fyrir þá sem það vilja og heim aftur.
Seinna í vor, seint í mars eða byrjun apríl, mun ferðanefndin boða til fundar þar sem öll helstu atriði varðandi ferðina verða betur kynnt.
Núna er búið eða setja upp skráningarmöguleika fyrir ferðina á heimasíðuna okkar, flipi neðarlega til hægri á heimasíðunni.
Við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hversu margir komast með í ferðina, líklega þó ekkert vandamál. En ef það yrði þá verður farið eftir skráningartíma.
Ferðanefndin