Félagsmenn í Hagsmunafélagi hesteiganda á Selfossi Vakin er athygli á því að heimilt er að sleppa reiðhrossum á almenninginn sem er á vegum Hagsmunafélags hesteiganda á Selfossi í Bjarkarstykkinu.
Senda verður tölvupóst á disaov@gmail.com með upplýsingum um fjölda hrossa, IS númeri þeirra ásamt símanúmeri eigenda eða tengiliðs. Greiða skal 5.000 krónur fyrir tímabilið á hvern hest samhliða skráningu. Gjaldið skal leggja inn á reikning 0152-15-381968 kt. 221258-2079 og senda kvittun á disaov@gmail.com. Verði hestur skannaður sem ekki hefur verið skráður áskilur félagið sér að senda reikning á eiganda fyrir tvöföldu gjaldi þ.e. 10.000 krónur á hest. Hestarnir eru ávallt á ábyrgð eigenda á stykkinu og ber eigendum að hafa almennt eftirlit með sínum hrossum.
Með kveðju, Stjórn Hagsmunafélags hesteigenda á Selfossi