Almennt reiðnámskeið með Þórarni Ragnarssyni reiðkennara sem sniðið er að þörfum hvers og eins. Viltu bæta reiðmennsku þína eða ertu að stefna á keppni? Þá er þetta rétta námskeiðið fyrir þig.
Þórarinn Ragnarsson er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hann starfar við tamningar og þjálfun í Vesturkoti og hefur hann náð góðum árangri í keppni.
Boðið verður uppá 2 tíma, einn á laugardag og einn á sunnudag, og er hver tími 45 mín. Námskeiðið kostar kr. 15.000.-
Skráning er opin inná http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Fræðslunefnd