Framundan eru veisludagar á Brávöllum á Selfossi fyrir alla unnendur íslenska hestsins. Opið world ranking íþróttamót Sleipnis og Skeiðleikar verða haldin daganna 17.- 20.maí. Hér birtist drög að dagskrá með fyrirvara um breytingar. Ráslistar birtast á miðvikudagskvöld.

Mótið byrjar á fimmtudagskvöldi á Skeiðleikum Baldvins og Þorvaldar og Skeiðfélagsins. Þetta verða jafnframt fyrstu skeiðleikar ársins og nú eins og undanfarinn ár er keppt í stigakeppni sem nær yfir allt keppnistímabilið. Til mikils er að vinna í heildarstigakeppninni þar sem hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gefa heildarsigurvegurum ársins eftirfarandi verðlaun.

1.sæti 100.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
2.sæti 50.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
3.sæti 25.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi

Heildarsigurvegari skeiðleika vinnur einnig farandbikar sem gefinn er af Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur til minningar um Einar Öder Magnússon


Sleipni og Skeiðfélaginu hlakkar til að eyða með ykkur skemmtilegum dögum um hvítasunnuhelgi, veðurspáin skánar með hverjum klukkutímanum og það er alltaf heitt á könnunni í vallarsjoppunni á Brávöllum.

Fimmtudagur 17.maí

19:00 Skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar
250 metra skeið
150 metra skeið
100 metra skeið

Föstudagur 18.maí

10:00    Fimmgangur F1 Meistaraflokkur ( 120 mín)
12:00-13:00 Hádegishlé
13:00    Fimmgangur F2 1.flokkur ( 75 mín)
14:20    Fimmgangur F2 Ungmennaflokkur (30 mín)
15:10    Fimmgangur F2 Unglingaflokkur (30 mín)
15:40    Fimmgangur F2 2.flokkur (25 mín)

Kaffihlé
16:30    Fjórgangur Meistaraflokkur (145 mín)
19:00-19:30 Kvöldmatarhlé
19:30 Gæðingaskeið 1.flokkur
Gæðingaskeið Ungmennaflokkur
Gæðingaskeið Meistaraflokkur

Laugardagur 19.maí

09:00 Fjórgangur V2 1.flokkur (80 mín)
10:20 Fjórgangur V2 Barnaflokkur (15mín)
10:40 Fjórgangur V2 Unglingaflokkur (40 mín)
11:20 Fjórgangur V2 Ungmennaflokkur (45 mín)
12:00-12:50 Hádegishlé

13:00 Fjórgangur V2 2.flokkur (25 mín)
13:25 Tölt T2 Meistaraflokkur (40 mín)
14:00
Tölt T4 1.flokkur (20 mín)
14:20 Tölt T3 Barnaflokkur (20 mín)
14:40 Tölt T3 1.flokkur (45 mín)
15:10 Tölt T3 Ungmennaflokkur (30 mín)
15:40 – 16:00
16:00 Tölt T3 Unglingaflokkur (15 mín)
16:15 Tölt T7 Barnaflokkur (10 mín)
16:25 Tölt T7 2.flokkur (20 mín)
16:50 Tölt T1 Meistaraflokkur (120 mín)
kvöldmatarhlé

19:00
B-úrslit fimmgangur 1.flokkur
19:30 B-úrslit fimmgangur Meistaraflokkur
20:00 B-úrslit Fjórgangur 1.flokkur
20:20 B-úrslit Fjórgangur Meistaraflokkur
20:40 B-úrslit Tölt 1.flokkur
21:00 B-úrslit Tölt Meistaraflokkur

Sunnudagur 20. Mai.

09:00 A úrslit fjórgangur börn.
09:20 A úrslit fjórgangur Unglingar.
09:40 A úrslit fjórgangur Ungmenni.
10:00 A úrslit fjórgangur 2 flokkur.
10:30 A úrslit fjórgangur 1 flokkur.
11:00 A úrslit fjórgangur Meistaraflokkur.
11:30 A úrslit fimmgangur 1 flokkur.
12:00 Matarhlé.

13:00 A úrslit fimmgangur unglinga
13:30 A úrslit fimmgangur ungmenna.
14:00 A úrslit Fimmgangur 2 flokkur
14:30 A úrslit fimmgangur Meistaraflokkur.
15:00 A úrslit tölt T3 barnafl.
15:15 A úrslit tölt T3 unglinga.
15:30 Kaffihlé

16:00 A úrslit tölt T3 ungmenna
16:20 A úrslit tölt T7 barnaflokkur
16:40 A úrslit tölt T4 1 flokkur
17:00 A úrslit tölt T2 meistaraflokkur.
17:20 A úrslit tölt T7 2 flokkur
17:40 A úrslit tölt T3 1 flokkur
18:00 A úrslit tölt T1 Meistaraflokkur.
19:00 Mótslit.