Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á heimilum sem uppfylla tekjuviðmið, þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga.
Styrkurinn er greiddur vegna útlagðs kostnaðar við íþrótta- og frístundastarf á skólaárinu 2020-2021, allt að 45.000 kr. fyrir hvert barn.
Alls verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021 en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti aðgerðina í s.l. vor sem hluta af aðgerðapakka sem ætlað til mótvægis áhrifum sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á afkomu heimila í landinu.
Það sem hefur verið greitt umfram hefðbundin íþróttastyrk sveitafélaga 2020 er einnig styrkhæft með þessum sérstaka íþrótta og tómstundastyrk upp að hámarki 45.000 á barn.
Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005-2014. Styrkurinn er 45.000 kr. á hvert barn og um 13.000 börn eiga rétt á styrknum. Sveitarfélögin annast afgreiðslu styrkumsókna eftir að búið er að kanna rétt til styrksins inni á Ísland.is eða
Árborg:
https://www.arborg.is/ibuar/fristund-og-sundlaugar/serstakur-ithrotta-og-fristundastyrkur/
Enska / pólska : https://island.is/en/support-for-childrens-recreational-activities
Flóahreppur:
https://www.floahreppur.is/ithrotta-og-tomstundarstyrkur-barna/
Styrkina er hægt að nota til niðurgreiðslu á þátttökugjöldum vegna íþróttaiðkunar, tónlistarnáms eða annarra tómstunda. Sveitarfélög setja reglur um úthlutun styrkjanna en fyrirkomulag getur verið breytilegt á milli sveitarfélaga til dæmis varðandi hvaða íþrótta- og tómstundastarf er styrkhæft, hvaða gögnum beri að skila með umsókn og afgreiðslutími umsókna.
Rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að halda börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi. Lögð hefur verið áhersla á að ná til sem flestra forráðamanna og hefur því verið komið af stað kynningarátaki á fjölda tungumála um íþrótta- og tómstundastyrkina.
Útbúin hafa verið 11 myndbönd til þess að verkja athygli á styrknum og má sjá þau hér.
Kanna hvort ég á rétt á styrk:
Íslenska: https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs
Enska / pólska : https://island.is/en/support-for-childrens-recreational-activities