Greinargerð um framlag Ræktunarsambands Flóa og Skeiða til reiðhallarbyggingar.

Ræktó gaf allan akstur á grús í sökkulskurði,  jöfnun og þjöppun á henni. Er það framlag metið á  950 þús.

 

Einnig tók fyrirtækið að sér að byggja veg að grunninum og plan meðfram norðurvegg, ásamt því að fylla í gólf, færa til mold og viðarkurl sem notað var sem undirlag í gólfið. Þetta verk kostaði  3 milljónir  en fyrirtækið gaf 30% afslátt á þennan verkþátt og kostaði þetta því Sleipnishöllina ehf 2,1 milljón. Öll verð eru með VSK. Enn er ólokið lítilsháttar  frágangi sem samið hefur verið um að fyrirtækið vinni á 50% verði. Það er ætlun byggingarnefndar að gera grein fyrir framlagi einstakra fyrirtækja með líkum hætti hér á heimasíðu Sleipnis. Vil ég f.h Sleipnishallarinnar þakka rausnarlegt framlag Ræktunarsambandsins til okkar hestamanna.Guðmundur Lárusson