Kvennakvöld Sleipnis verður haldið síðasta vetrardag, miðvikudaginn 20. apríl.
Húsið opnar kl. 19 en dagskrá hefst kl. 20. Þemað er Verbúðin (80's og 90's).
Ekki missa af þessu frábæra kvöldi, fyrsta kvennakvöldið í þrjú ár! Endilega takið daginn frá. Tími til kominn að grafa upp bláa augnskuggann og vöfflujárnið!! Nánari upplýsingar síðar.
Kveðja, nefndin (Ida, Jensína, Jessica, Soffía).