Fjórðu og síðustu skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar og Skeiðfélagsins fóru fram á Brávöllum á Selfossi í dag, mánudaginn 29.ágúst. Veðuraðstæður voru með ágætum og prýðistímar náðust í öllum vegalengdum.
Þetta tímabil markar ákveðin tímamót fyrir Skeiðfélagið þar sem þetta var tíunda keppnistímabilið í röð sem haldið er eftir að Skeiðfélagið var vakið úr dvala sem það hafði legið í frá árinu 2009. Sumir af núverandi Skeiðfélagsmeðlimum hafa verið með frá upphafi og lagt sitt af mörkum við að halda heiðri skeiðkappreiða á lofti.
Hans Þór Hilmarsson er stigahæsti knapi sumarsins og hlaut hann því 100.000 króna gjafaúttekt í verslun Baldvins og Þorvaldar. En þau Guðmundur Árnason og Ragna Gunnarsdóttir í Baldvin og Þorvaldi hafa staðið ríkulega við bakið á Skeiðfélaginu síðastliðin ár og styrkt um öll verðlaun. Auk þess fékk Hans Þór til varðveislu farandbikarinn Öderinn sem gefinn er af Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur til minningar um Einar Öder Magnússon.
Í 250 metra skeiði var það Konráð Valur Sveinsson sem fór með sigur af hólmi á Kastori frá Garðshorni á Þelamörk á tímanum 22,23 sekúndum. Hann sigraði þá einnig keppni í 150 metra skeiði á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II á tímanum 14,15 sekúndum sem er næstbesti tími ársins í þeirri vegalengd. Í 100 metra skeiði var það hinsvegar Teitur Árnason sem var hlutskarpastur á Drottningu frá Hömrum II á tímanum 7,34 sekúndum sem er næstbesti tíminn í þeirri vegalengd í ár.
Á myndunum sem fylgja má sjá þrjá efstu knapa kvöldsins í hverri keppnisgrein auk Hans Þórs Hilmarssonar heildarsigurvegara. Með þeim á myndunum er Ragna Gunnarsdóttir frá Baldvin og Þorvaldi.
Heildarúrslit skeiðleika kvöldsins má nálgast hér fyrir neðan.
Skeið 250m P1 |
|||
Sæti |
Knapi |
Hross |
Tími |
1 |
Konráð Valur Sveinsson |
Kastor frá Garðshorni á Þelamörk |
22,23 |
2 |
Viðar Ingólfsson |
Ópall frá Miðási |
24,07 |
3 |
Hans Þór Hilmarsson |
Jarl frá Þóroddsstöðum |
25,07 |
4 |
Bjarni Bjarnason |
Drottning frá Þóroddsstöðum |
25,42 |
5-7 |
Sigursteinn Sumarliðason |
Stanley frá Hlemmiskeiði 3 |
0,00 |
5-7 |
Þórarinn Ragnarsson |
Freyr frá Hraunbæ |
0,00 |
5-7 |
Sigurbjörn Bárðarson |
Alviðra frá Kagaðarhóli |
0,00 |
Skeið 150m P3 |
|||||||
Sæti |
Knapi |
Hross |
Tími |
||||
1 |
Konráð Valur Sveinsson |
Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II |
14,15 |
||||
2 |
Þórdís Erla Gunnarsdóttir |
Óskastjarna frá Fitjum |
14,87 |
||||
3 |
Sara Sigurbjörnsdóttir |
Blævar frá Rauðalæk |
15,12 |
||||
4 |
Karin Emma Emerentia Larsson |
Eyja frá Miðsitju |
15,76 |
||||
5 |
Þráinn Ragnarsson |
Blundur frá Skrúð |
16,16 |
||||
6-9 |
Teitur Árnason |
Styrkur frá Hofsstaðaseli |
0,00 |
||||
6-9 |
Bjarni Bjarnason |
Glotti frá Þóroddsstöðum |
0,00 |
||||
6-9 |
Kjartan Ólafsson |
Hilmar frá Flekkudal |
0,00 |
||||
6-9 |
Viðar Ingólfsson |
Sefja frá Kambi |
0,00 |
||||
Flugskeið 100m P2 |
|||||||
Sæti |
Knapi |
Hross |
Tími |
||||
1 |
Teitur Árnason |
Drottning frá Hömrum II |
7,34 |
||||
2 |
Konráð Valur Sveinsson |
Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II |
7,46 |
||||
3 |
Jón Ársæll Bergmann |
Rikki frá Stóru-Gröf ytri |
7,60 |
||||
4 |
Hans Þór Hilmarsson |
Jarl frá Þóroddsstöðum |
7,62 |
||||
5 |
Viðar Ingólfsson |
Ópall frá Miðási |
7,75 |
||||
6 |
Þórarinn Ragnarsson |
Freyr frá Hraunbæ |
7,77 |
||||
7 |
Þórdís Erla Gunnarsdóttir |
Óskastjarna frá Fitjum |
7,78 |
||||
8 |
Vilborg Smáradóttir |
Klókur frá Dallandi |
7,86 |
||||
9 |
Hrefna María Ómarsdóttir |
Alda frá Borgarnesi |
7,98 |
||||
10 |
Bjarni Bjarnason |
Grímnir frá Þóroddsstöðum |
8,13 |
||||
11 |
Sigurbjörn Bárðarson |
Alviðra frá Kagaðarhóli |
8,21 |
||||
12 |
Karin Emma Emerentia Larsson |
Eyja frá Miðsitju |
8,36 |
||||
13 |
Hafþór Hreiðar Birgisson |
Pipar frá Ketilsstöðum |
9,37 |
||||
14 |
Hrói Bjarnason Freyjuson |
Hljómur frá Þóroddsstöðum |
9,57 |
||||
15 |
Ásdís Freyja Grímsdóttir |
Hálfdán frá Oddhóli |
10,20 |
||||
{gallery}4.Skeidleikar2022{/gallery}