Þrír formenn nefnda hafa látið af formennsku eftir meira en 15 ára starf hvert og eitt. 

Af því tilefni hefur þeim verið færður þakklætisvottur fyrir einstakt og óeigingjarnt starf fyrir félagið sem ekki sér fyrir endann á þar sem þau verða öll áfram til ráðgjafar og aðstoðar, hvert á sínu sviði. Það er ómetanlegt fyrir íþróttafélag sem byggir á sjálfboðastarfi að hafa slíka félagsmenn innanborðs, enn og aftur TAKK! 

Þetta eru þau Einar Hermundsson fyrrverandi formaður Reiðveganefndar.

Ingibjörg Stefánsdóttir fyrrverandi formaður Húsnefndar og 

Steindór Guðmundsson fyrrverandi formaður Íþróttamótsnefndar.

{gallery}Sjalfbodalidar_15ar{/gallery}