Opið Gæðingamót Sleipnis verður haldið dagana 3 og 4. júní á Brávöllum. Skráning er hafin og lýkur henni þriðjudaginn 30.maí.
- Barnaflokkur - 4000
- Unglingaflokkur – 4000
- B-flokkur Ungmenna – 5000kr
- C-flokkur - 6000
- B-flokkur - 6000
- A-flokkur – 6000
- Gæðingatölt – Unglingar
- Gæðingatölt – Fullorðinsflokkur 1 – (Meira vanir
- Gæðingatölt – Fullorðinsflokkur 2 - (Minna vanir
Efsti Sleipnishestur í A og B flokki hljóta hina glæsilegu Sleipnisskyldi.
Boðið er uppá C-flokk sem hentar vel fyrir minna vana knapa.
„ Knapi og hestur sem keppa í C flokki geta ekki líka keppt í A eða B flokki á sama móti. Ekki skal keppt í C flokki á Landsmótum. Þessi flokkur er hugsaður fyrir minna vana keppendur. Þessi grein er hringvallargrein. Pískur er leyfður í þessari grein.
Riðnir skulu tveir hringir og sýnt fet, tölt og/eða brokk og stökk. Sýni keppandi bæði brokk og tölt er einkunn fyrir betri gangtegundin notuð. Einkunnir skulu gefnar á gæðingaskala frá 5-10, þar sem talan 5 er grunntala og jafngildir núlli. Einkunnir skal reikna samkvæmt eftirfarandi kvarða „ - Tekið af Lhhestar.is / reglur um gæðingakeppni.
https://www.sportfengur.com/#/skraning/karfa
Hér eru reglur um gæðingakeppni.