Mig langar að benda á gagnvirkt netnámskeið með grunnfræðslu
um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni sem sérfræðingar
Barna- og fjölskyldustofu hafa útbúið. Námskeiðið fjallar um
einkenni barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og hvernig
bregðast skal við ef barn greinir frá ofbeldi. Það er mikilvægt að
allir sem vinna með börnum og unglingum þekki einkenni barna
sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og vernig bregðast skuli við
ef barn greinir frá ofbeldi. Þó að námskeiðið sé sérstaklega hugsað
fyrir skólastigin þá gagnast það einnig örðum sem vinna
með börnum og unglingum.
Skráning á netnámskeiðið er hér.
Kær kveðja
Ragnhildur Skúladóttir. <ragnhildur@isi.is>
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
Sviðsstjóri Fræðslu- og almenningsíþróttasviðs
(+354) 514 4000 / (+354) 863 4767
www.isi.is