Opið gæðingamót Sleipnis verður haldið dagana 18-20. júlí á Brávöllum á Selfossi.  Skráning er hafin og stendur til kl 23:59 15.júlí á sportfengur.com þar sem velja þarf Sleipni sem mótshaldara. 

Eingöngu verður keppt í A og B flokki, B-flokki ungmenna, unglingaflokki og barnaflokki. 
Þeir sem hafa skráningu í gæðingatölti og vilja endurgreiðslu eða breyta skráningu er bent á að senda á motanefnd@sleipnir.is  

Knapar halda sinni skráningu  fengu þeir ekki endurgreitt skráningargjöldin ( frá mótinu sem var frestað)
Þeir sem fengu endurgreiðslu en vilja taka þátt er bent á að senda á motanefnd@sleipnir.is

Knöpum er bent á að það er þeirra ábyrgð að skráning sé rétt. 

Sé lent í vandærðum með sportfeng í greiðslu eða annað, skal senda á motanefnd@sleipnir.is , nóg er að reyna skrá einu sinni þó það komi villa upp. 

  • A og B-flokkur – 6000kr 
  • B-flokkur ungmenna. – 5000kr 
  • Unglingaflokkur og barnaflokkur- 4000. 

Aðrar vangaveltur skal senda á motanefnd@sleipnir.is

Mótanefnd