Námskeiðið um kynbótamat íslenskra hrossa sem fór fram, miðvikudagskvöldið 19. Janúar í Hliðskjálf var vel sótt. Um er að ræða fróðlegan fyrirlestur um áhugavert og umfangsmikið efni enda var mikið spurt. Fyrirlesari var Dr. Elsa Albertsdóttir og leysti hún greiðlega úr öllum spurningum og álitaefnum. Niðurstaðan eftir námskeiðið var að um gott kerfi sé að ræða sem muni batna með meiri og betri gögnum. Tekin voru nokkur skemmtileg dæmi þar sem leitt var undir hest í "Valpörunum" á WorldFeng sem staðfestu þær niðurstöður sem að ofan greinir.