Þó kaldir og blautir vindar hafi blásið síðustu daga er greinilega vor í lofti. Margar nefndir á vegum Sleipnis hafa undanfarið verið við undirbúningvinnu á þeim verkum sem framundan eru. Má þar nefna undirbúning kynbótasýningar sem haldin verður í fyrsta skipti á Selfossi í maí. Mikil metnaður er fyrir þessari sýningu og allt kapp lagt á að þessi sýning verði vel undirbúin og vandað til allra verka.
Hafin er smíði á nýjum dómpall og sér Íslandsmótsnefnd undir forystu Hauks Balvinssonar um smíði tréverks en Karl Hreggviðsson stýrir smíð grunnstoða undir pallinn fyrir hönd kynbótanefndar. Margir hafa tekið þátt í þessari sjálfboðavinnu og aðdáunarvert hversu vel hefur gengið með þetta verk.
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða eru mættir með sýnar jarðvinnuvélar og verða næstu daga við þær framkvæmir sem þeir sjá um. þ.e. tilfærslur á efnum, gerð bílastæða og reiðleiða á svæðinu kringum velli og fl.
Næstu daga hefst vinna við smíði á salernisaðstöðu í reiðhöllinni og mun Jón Gunnarson byggingarstjóri reiðhallarinnar stýra því verki. Sjálfboðaliðar eru vel þegnir í þetta verk og endilega látið vita í síma 6182122 ef einhver vill koma í glaðværan hóp þeirra sem munu skila þessu verki því það er afar mikilvægt að salernisaðstað sé til staðar þegar kynbótasýningin hefst 9 maí.
Skólplögn verður lögð frá reiðhöll út í götu og mun Grétar Halldórsson stjórn þvi vandasama verki ásamt sveinum sínum.
Einnig vil ég nefna hér að óskað er eftir starfsfólki til aðstoðar við ýmis verk tengd kynbótasýningu í maí og eru allir hvattir til að láta vita af sér ef þeir hafa hug á því að bjóða sig fram til starfa í síma 6182122 .(Karl)
Með kveðju frá Kynbótanefnd.