Fyrsta alvöru útimót ársins verður haldið dagana 25-27 apríl á Mánagrund í Keflavík. Keppt verður í öllum flokkum og greinum ef næg þátttaka fæst.
Mótið er World Ranking
Skráning fer fram í Reiðhöllinni, Mánagrund mánudaginn 21 apríl milli kl 20-22 og í símum: 893-0304 861-0012 695-0049 891-9757 848-6973 861-2030 866-0054
Skráningagjald 3.000 kr fyrsta grein, 2000 eftir það, nema pollar 500 kr. Greiðsla fer fram við skráningu.
Munið fæðinganúmer (IS-númer) hrossanna. Hrossin verða að vera grunnskráð í Worldfeng.
Kveðja
Mótanefnd Mána