Vetrarmótinu sem halda átti nk. laugard. 5. april, verður frestað til sunnudagsins 6. april.
Mótið hefst kl 14 á Brávöllum en skráning er á staðnum frá kl 13. Þetta er gert vegna upprifjunarnámskeiðs íþróttadómara sem haldið er á laugardeginum.Kveðja, mótanefnd Sleipnis
Keppt verður í öllum flokkum í tölti og einnig verður keppt í 100m skeiði og flokki unghrossa, hross fædd 2003 og 2004.
Mótið er opið fyrir utanfélagsmenn.
Skráningargöld. Börn, unglingar ungmenni. 1000 fyrir Sleipnisfélaga 2000 utanfélags.
Áhugamenn og Opinn fl. 1500/3000.
Verðlaunaafhending verður síðan haldin í Hliðskjálf að móti loknu.
Mótanefnd áskilur sér rétt til að fresta eða færa mótið og fer það eftir veðri og aðstæðum.