Forkeppni í tölti er í fullum gangi hér í sólinni á Íslandsmóti.  Knapar og hestar njóta þess að keppa á Brávöllum sem er einn af bestu keppnisvöllum landsins í hestaíþróttum.   Nú hafa 20 hestar og knapar lokið keppni.

Staðan er þessi:

1. Hinrik Bragason og Sigur frá Hólabaki 8,13

2. Sigurður Sigurðsson og Kjarnorka frá Kálfholti 8,10

3-4. Sara Ástþórsdóttir og Díva frá  Álfhólum 7,93

3-4. Sigurbjörn Bárðarson og Jarl frá Mið-Fossum 7,93

5. Olil Amble og Kraflar frá Ketilsstöðum 7,83

6. Viðar Ingólfsson og Stemma frá Holtsmúla 7,50

7. Ólafur Ásgeirsson og Dögg frá Steinnesi 7,33

8. Hulda Gústafsdóttir og Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu 7,27

9. Berglind Ragnarsdóttir og Frakkur frá Laugarvöllum 7,20

10-12. Högni Sturluson og Ýmir frá Ármúla 7,00

10-12.  John Sigurjónsson og Dáti frá Hrappsstöðum 7,00

10-12.  Sævar Örn Sigurjónsson og Orka frá Þverarkoti 7,00