Þorrareið Hestamannafélagsins Sleipnis verður laugardaginn 23. feb. 2008. Lagt verður af stað frá félagsheimilinu Hliðskjálf kl. 14. Þorrareiðin er ætluð allri fjölskyldunni og er einhesta leið. Að venju er ekki gefið upp hvert skal haldið. Að lokinni Þorrareið er þorramatur á góðu verði frá kl. 17 í félagsheimilinu Hliðskjálf eins og undanfarin ár. Félagsmenn eru hvattir til að koma, fá sér að borða og spjalla saman.