Aðalfundur -Vetrarmót - Unglingastarf

Aðalfundur
Munið áður boðaðan aðalfund Sleipnis föstudagskvöldið 8. febrúar nk. kl 20 í Hliðskjálf

vetrarmót
Fyrsta vetrarmót Sleipnis verður haldið á Löngudæl á Stokkseyri laugardaginn 9. feb kl 14 ef veður og aðstæður leyfa. Mótið er opið. Skráning fer fram í Hliðskjálf frá kl 10 til 12 á laugardagsmorgun. Skráningargj. Börn ungl. Ungm. í Sleipni 1000 kr. Utanfélagar kr 2000.
Fullorðnir kr 1500 fyrir félagsmenn en kr 3000 fyrir utanfélagsmenn.
Keppt verður í tölti á beinni braut í barna unglinga og ungmennaflokki ásamt áhugamanna og opnum flokki. 8 knapar komast í úrslit í öllum flokkum og keppnin er liður í stigakeppni þriggja vetrarmóta, en einungis Sleipnisfélagar hljóta stig. Frekar upplýsingar er hægt að fá í síma 8986266 Steindór. kl. 19:30 í Hlíðskjálf á Selfossi.

Æskulýðsstarf
Við hvetjum börn, unglinga og foreldra til að mæta og taka þátt í að byggja upp öflugt og líflegt æskulýðsstarf. Kynningarfundur á starfi æskulýðsnefndar Sleipnis verður haldinn fimmtudaginn 7. febrúar

Stjórn Sleipnis Mótanefnd og Æskulýðsnefnd