Laugardaginn 13. apríl frá kl 10-13 verður Mia Hellsten dýralæknir frá Dýralæknaþjónustu Suðurlands hjá okkur. Mia ætlar að kynna bætiefnin frá Black Horse og verður einnig  hægt að leita til hennar með hvers konar vandamál tengd fóðrun og umhirðu hesta. Um að gera að nýta tækifærið, leita ráða, hitta mann og annan og fá sér kaffi og meðlæti.

Allir velkomnir,

Ragna & Gummmi
Baldvin & þorvaldur ehf
Austurvegi 56
800 Selfoss