Á landsþingi LH 2012 samþykktu landsfundarfulltrúar eftirfarandi breytingu á lögum um aldur keppenda í Barnaflokki:
Lagt er til að neðri aldursmörk barnaflokks verði fest við 10 ár, þ.e. yngri börn en 10 ára á almanaksárinu megi ekki taka þátt í barnaflokki.
Grein 7.7.1, keppendur í yngri flokkum, önnur málsgrein hljómi svo: Aldur keppenda miðast við almanaksárið þannig að i barnaflokki eru þeir sem eru 10-13 ára á árinu, í unglingaflokki þeir sem eru 14-17 ára á árinu o.s.frv. Samsvarandi breyting verði gerð í íþróttagreinum, þ.e. á grein 4.1.
Stjórn LH hvetur aðildarfélög sín til að koma þessum breytingum til sinna félagsmanna. Félögin, forráðamenn keppenda og fullorðnir bera ábyrð á að skráning sé samkvæmt þeim lögum og reglum sem eru í gildi á hverjum tíma.
Borist hefur erindi til stjórnar LH þess efnis að hafa aðlögun að þessum breyttu reglum og er stjórn LH með það í skoðun í samvinnu með ÍSÍ en á meðan eru gildandi lög og reglur í gildi.
Stjórn LH óskar svo skipuleggjendum móta og keppendum góðs gengis á árinu.
Með kveðju,
Stjórn LH.