Hreinsunardagur hesthúsahverfisins verður haldinn þriðjudagskvöldið 31. maí. Við byrjum kl 18:00 og grillum pylsur að verki loknennu. Nú leggjast allir á eitt og hreinsa svæðið saman fyrir sumarið. Verða gámar staðsettir við félagsheimilið og þar verður einnig hægt að nálgast ruslapoka.
Margar hendur vinna létt verk, tökum til hendinni og gerum svæðið okkar enn fallegra.
Þess má geta að fyrir þá sem huga að því að mála hesthúsin í sumar, mun Byko bjóða hesthúsaeigendum upp á 25% afslátt af málningu.
Sjáumst sem flest:)