Hér koma helstu atriði varðandi vaktir á Landsmóti Hestamanna: 
 
Viðmiðið eru 10-20 vaktir á hestamannafélag, þó í samhengi við stærð félags og undirtektir félagsmanna. Ef áhugi er á fleiru vöktum er alveg sjálfsagt að skoða það.

Það er ekki verra að fólk taki fleiri en eina vakt en það er hinsvegar ekki skilyrði.  Vaktirnar eru á bilinu 6-10 klst.

Styrkurinn er 1.500kr fyrir hverja unna klukkustund.
Hestamannafélögin fá styrkinn fyrir vinnu félagsmanna greiddan til sín. Félögin halda svo annaðhvort styrkinum fyrir sig eða greiða einstaklingunum fyrir þeirra vinnu eftir mót.
Miðað er við að starfsmenn hafi náð 18 ára aldri.
Þau störf sem um ræðir eru meðal annars:      

1 Stóðhesthús
2 Móttaka hrossa
3 Skrifstofa
4 Upplýsingamiðstöð
5 Hliðvarsla
6 Fótaskoðun
7 Kaffivaktin
8 Ýmis vinna á svæði
 
Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Hugrúnu Ósk Ólafsdóttur í gegnum netfangið landsmothugrun@gmail.com.
 
Bestu kveðjur,
 
Hugrún Ósk Ólafsdóttir
GSM:868-4556