Æskulýðsmál
Áhugasöm börn, unglingar, ungmenni og foreldrar athugið!
Skráning er hafin í Hestafjör 2011. Æskulýðsnefnd Sleipnis og Geysis fara með umsjá þessarar hátíðar til handa æskunni á suðurlandi. Hátíðin verður haldin sunnudaginn 10. apríl n.k. í Rangárhöllinni á Gaddstaðaflötum við Hellu þar sem hópar frá hverju hestamannafélagi á suðurlandi sýna listir sínar á hestbaki. Áhugasamir tilkynni þátttöku á netfangið anna@log.is eða hringi í síma 861-9699 fyrir þriðjudaginn 8. mars nk. Æfingar hefjast miðvikudaginn 9. mars kl. 19:00 í Reiðhöll Sleipnis og verða á miðvikudögum fram að hátíð. Þjálfari fyrir hóp Sleipnis verður Hugrún Jóhannsdóttir Reiðkennari í Austurkoti. Æfingar eru þátttakendum að kostnaðarlausu.
Við minnum á að umsóknarfrestur um þátttöku í búðunum rennur út þann 6. mars n.k. Að þessu sinni verður farið til Broomlee outdoor center í Skotlandi. Sjá nánari upplýsingar á vef Landssambands hestamanna http://www.lhhestar.is/is/news/feif-youthcamp-umsoknarfrestur-til-6.mars/ og á vef verkefnisins http://feifyouthcamp2011.ihsgb.co.uk/. Skilyrði fyrir þátttökur er að vera á aldrinum 13 – 17 ára á árinu, hafa einhverja reynslu í hestamennsku auk þess að skilja og tala ensku.
Þeir sem hafa áhuga á að sækja um geta fengið aðstoð við gerð umsóknar hjá okkur.
Æskulýðsnefnd