Reiðhöll Sleipnis opnar á morgun með takmörkunum, miðvikudaginn 13. janúar fyrir almenna notkun þegar ekki eru námskeið eða húsið í útleigu.
Félagsmönnum er bent á að athuga dagatal reiðhallar hvað varðar bókunarstöðu.

Hámark 8 hestar mega vera á reiðgólfi í einu.  Hver knapi má vera að hámarki klukkustund inni ef bið er eftir aðgangi.

Knapar skulu þrífa upp eftir hesta sína, bæði af reiðgólfi sem og í hringgerði / stíum í nýju viðbyggingunni. 

Knapar skulu vera með hanska og snertiflötum haldið í lágmarki.

Hlíta skal öllum þeim sóttvarnarreglum og nándarmörkum sem í gildi eru.

Áhorfendur og umferð um áhorfendapalla er bönnuð og einnig eru salerni lokuð.

Félagsmönnum og öðrum notendum er bent á að kynna sér  almennar reglur  reiðhallar sem nálgast má á þessum tengli.