FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 11. – 18. júlí 2017 í St-Truiden í Belgíu. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.

Þema FEIF Youth Camp í ár er "hestur og vagn".

Belgíska Íslandshestasambandið er það minnsta innan FEIF og það eru sjálfboðaliðar í æskulýðsstarfinu þar sem skipuleggja viðburðinn. Það sem verður meðal annars á dagskrá:

 

Heimsókn á bú þar sem ræktaðir eru Brabant hestar
Sýnikennsla/kynning á vinnu með dráttarhesta
Sýnikennsla/kennsla á jafnvægi knapa og ásetu (centered riding)
Fræðsla um tannheilsu hesta
Vinna með hest í tvítaum
Sögufræg borg heimsótt
Skemmtigarður heimsóttur - Bobbejaanland
Ferð í hestvagni
Og margt fleira....!


Umsóknarfrestur um að fara út fyrir Íslands hönd er til 3. apríl 2017 og skulu umsóknirnar berast á netfangið hilda@lhhestar.is fyrir þann tíma.

Umsóknareyðublað er að finna á vef LH, www.lhhestar.is undir "Æskan". Þar er að finna bæði pdf og Excel skrá. Einnig hægt að nálgast umsóknina með því að smella hér.

Kostnaður við búðirnar er €680 (ca. 78.000 í dag), en inní því er fæði, uppihald og allar ferðir og afþreying í Belgíu. Flug út til Brussel, vasapeningur og annað er ekki innifalið.

Skrifstofa LH veitir allar nánari upplýsingar í síma 514 4030 eða í gegnum netfangið hilda@lhhestar.is.

Feyf