Laugardaginn 31.08.2019 er fyrirhuguð síðsumarsferð okkar Sleipnisfélaga. Við ætlum að ríða/fara niður að Félagslundi og ríða um nýlagfærðan/gerðan reiðveg með Gaulverjabæjarvegi sem reiðveganefndin hefur staðið fyrir. Þetta verður einskonar vígsla á veginum.
Við ætlum að ríða frá Kríunni klukkan 14:00, þeir sem það vilja geta mætt þar einhverju fyrr og notið veitinga á meðan beðið er brottfarar. Við ríðum svo niður með Gaulverjabæjarvegi að Félagslundi. Þar mun kvennfélagið bjóða upp á kaffiveitingar gegn vægu gjaldi. Þá verða einnig í boði, einnig gegn vægu gjaldi, aðrar veitingar, söngur og gleði. Heimsþekktir frændur (alla vega hjá okkur Sleipnisferðafólki) munu slá á gítara og leiða okkur í nokkrum góðum lögum.
Sett verður upp áningahólf nærri félagsheimilinu þannig að allir ættu að geta geymt hrossin sín þar á meðan.

Með bestu kveðjum
Ferða- og reiðveganefnd