Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á morgun, 10.desember, og gilda til 12.janúar næstkomandi.
Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum verða heimilar auk æfinga barna fædd 2005 og síðar, en erfitt er að túlka hvaða knapar rúmast þar innan aðrir en landsliðsknapar. Blaðamaður Eiðfaxa hafði samband við Guðna Halldórsson formann LH til þess að spyrja nánar út í stöðu mála. ,,Vonandi skýrist þetta betur þegar líður á daginn. Framkvæmdarstjóri LH vinnur nú ötullega að málum og er í beinu sambandi við framkvæmdarstjóra ÍSÍ og sóttvarnaryfirvöld. Við sendum inn nýja beiðni um undanþágu strax í gær og bíður hún afgreiðslu. Við hjá LH gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að útskýra fyrir sóttvarnaryfirvöldum hvaða sérstöðu hestaíþróttir hafa og biðlum til þeirra um að fá leyfi til að opna reiðhallir að nýju en svör við því hafa enn ekki borist. Við höfum einnig beðið um nánari útlistun á því hvaða knapar falla undir þann flokk sem er heimilaður til að skýra línur hvað það varðar. En að sjálfsögðu er það von mín að reiðhallir opni fyrir allan almenning enda teljum við opnun reiðhalla bæði öryggisatriði fyrir hestamenn og lokun reiðhalla ósanngjarna og órökrétta.“
Eiðfaxi þakkar Guðna fyrir spjallið og vonandi skýrast línur í reiðhallarmálum.
Af vef Eiðfaxa.
Höfundur. Gísli Guðjónsson
Auglýst er eftir umsóknum í Hæfileikamótun LH á fyrir árið 2021 fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára (unglingaflokkur).
Hæfileikamótun LH er fyrir unga og metnaðarfulla knapa sem hafa áhuga á bæta sig og hestinn sinn. Í þjálfuninni er lögð áhersla á að bæta og auka skilning á líkamsbeitingu knapa og samspili knapa og hests ásamt því að farið verður í hugræna þætti eins og markmiðasetningu, sjálfstraust og hugarfar. Hæfileikamótun er góður undirbúningur fyrir knapa sem hafa að markmiði að komast í U-21árs landslið í hestaíþróttum þegar þeir hafa aldur til. Hópar verða starfræktir um um allt land til þess að ungir knapar víðsvegar um landið fái tækifæri til að taka þátt.
Sjá nánar : https://www.lhhestar.is/is/frettir/haefileikamotun
We have 475 guests and no members online