-
Published: 02 February 2022
-
Written by SRH
-
Nú er komið að fyrsta vetrarmóti sleipnis þennan veturinn, mótið verður haldið á Brávöllum sunnudaginn 6.febrúar kl 13:00
Fyrsta mótið fer fram með hefðbundnum hætti þar sem riðið er hægt tölt og frjáls ferð á tölti.
Skráning fer fram á sportfeng og og lokað verður fyrir hana kl 12:00 á laugardag 5. febrúar.
Það er mjög mikilvægt að kvittun millifærslunar sé send á vetrarmot@sleipnir.is. Skráningin er eingöngu gild ef kvittunin er send á netfangið.
Flokkar og skráningargjöld verða með sama sniði og síðustu ár.
- Pollaflokkur – frítt
- Barnaflokkur – 1000kr.
- Unglingaflokkur – 1000kr.
- Ungmennaflokkur – 1500kr.
- Heldri menn og konur (55+) – 2500kr.
- Áhugamannaflokkur 2 (minna vanir ) – 2500kr.
- Áhugamannaflokkur 1 (meira vanir) – 2500kr.
- Opinn flokkur – 2500kr.
Ef skráðir eru 9 eða fleiri í tilteknum flokk verða riðlar og velur dómari svo 6 manns til að ríða úrslit.
Um sporfeng.
Tekið er fram að sportfengur bíður ekki alltaf uppá rétta flokka í sínu kerfi og því getur þinn flokkur verið nefndur annað í forritinu heldur enn hann í raun er.
Skráning í pollaflokki fer fram í dómpalli kl 11:30 – 12:00 í mótsdag.
Read more: 1 Vetrarmót Sleipnis -Furuflísar og Byko 2022.