Stjórn Sleipnis óskar félagsmönnum, styrktaraðilum og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Árið sem er að líða hefur litast af farsóttinni frægu eins og 2020 en margt hefur þó áunnist hjá félaginu.
Nýr samningur við Árborg var undirritaður í ársbyrjun þar sem styrkir við félagið eru settir í einn samning sem gildir til 2022. Viðbót í nýjum samningi félagsins í janúar var föst fjárhæð til viðhalds og reksturs valla og mótssvæðis. Vallanefnd var efld í kjölfarið með það að markmiði bæta vallasvæði og freista þess m.a. að endurheimta vinsældir kynbótasýninga á svæðinu félaginu til hagsbóta.
Félagið endurnýjaði titil sinn sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Ólympíusambandsins með því að vinna nýja handbók samkvæmt uppfærðum kröfum ÍSÍ en sá titill færir félaginu tekjur árlega frá og með 2021.
Æskulýðsnefnd hlaut unglingabikar HSK í fyrra og í ár hlaut nefndin æskulýðsbikar LH, á formannafundi sambandsins í haust, fyrir sitt frábæra og öfluga starf.
We have 326 guests and no members online