Gæðingamót Hestamannafélagsins Sleipnis fór fram laugardaginn 6.júní í frábæru veðri. Skráning á mótið var lítil og er ljóst að hestamannafélög í landinu sem og LH þurfa að leggjast á eitt um það að halda uppi heiðri gæðingakeppninnar, ef vilji er fyrir, sem virðist vera á miklu undanhaldi og um land allt er lítil þátttaka í gæðingakeppnum.
Í B-flokki var það Glampi frá Ketilsstöðum sem stóð efstur en knapi á honum var Olil Amble. Er hann því handhafi Klárhestaskjölds Sleipnis sem veittur er efsta gæðingi í B-flokki og skorinn út af Siggu á Grund.
Vængur frá Grund stóð efstur alhliða gæðinga en knapi á honum var Anna Kristín Friðriksdóttir. Efsti hestur í eigu Sleipnisfélaga var Heimir frá Flugumýri sem Sigursteinn Sumarliðason. Hlaut hann því Sleipnisskjöldinn sem veittur er efsta alhliðahesti í eigu Sleipnisfélaga og var fyrst veittur árið 1950.
Skeiðleikar 2. verða haldnir á Brávöllum 10.júní.
Ráslistar:
We have 494 guests and no members online