Nýr Reiðskóli tekur til starfa í sumar og ber nafnið Reiðskóli Selfoss. Reiðnámskeiðin munu hefjast í júní og fer kennslan fram frá Vallartröð 9 á Selfossi. Kennslan í skólanum skiptist í verklega og bóklega kennslu en er mest byggð upp á verklega þættinum. Umsjónarmenn Reiðskólans eru Sigursteinn Sumarliðason og Guðlaug Kristín Karlsdóttir Námskeiðin eru ætluð börnum og unglingum og eru námskeiðin í eina viku eða tvær vikur, frá mánudegi til föstudags og er kennt frá klukkan 10 – 12 eða 13– 15. Verð fyrir eina viku er 12.000.- og fyrir tvær vikur er 22.000.- 

Námskeið:

  • 24-28.júní frá kl:10-12 eða kl: 13-15 (5.dagar)
  • 1-5. júlí frá kl:10-12 eða kl: 13-15 (5.dagar)
  • 8-19.júlí frá kl:10-12 eða kl: 13-15 (10.dagar)
  • 29.júlí-2.ágúst frá kl:10-12 eða kl: 13-15 (5.dagar)
  • 6-9.ágúst frá kl:10-12 eða kl: 13-15 (4.dagar)
  • 6-16.ágúst frá kl:10-12 eða kl: 13-15 (9.dagar)

Allar nánari upplýsingar eru í síma 8491240 (Gulla) eða hestval@gmail.com