Reiðnámskeið Sleipnis sumarið 2013 verða haldin að Vallartröð 4 á Selfossi.
Umsjónarmenn eru Brynjar Jón Stefánsson og Rannveig Árnadóttir eins og undanfarinn 8 ár.
Skráning er hafin og fer fram í síma 696-1752 (Ranna).
Börnin læra grunnatriði í hestamennsku, stjórnun og ásetu. Farið verður í útreiðartúra ásamt uppákomum í reiðhöll. Innifalið í verði er aðgangur að hesti, reiðtygjum og hjálmi.
Júnímánuður er fullbókaður, en laust er í júlí og ágúst
- Námskeið fyrir 6-8 ára verða 22-26 júlí og 29 júlí -2 ágúst og kosta 10.000.-( 5 dagar)
- Námskeið fyrir 9 ára og eldri verða 6-16 ágúst ( 9 dagar) og kosta 20.000.-
- Námskeið fyrir 9 ára og eldri verða 8-19 júlí og 22 júlí- 2 ágúst (10 dagar) og kosta 22.000.-
- 6-8 ára mæta kl.13.00- 14.00 eða 14.30-15.30. Klukkutími í senn.
- 9 ára og eldri mæta 10.00-11.30 eða 13.30-15.00.- Einn og hálfur klukkutími í senn.