Reiðmaðurinn - tveggja ára námskeiðsröð fyrir áhugafólk um reiðmennsku

Reiðmaðurinn er nám ætlað fróðleiksfúsum hestamönnum og áhugafólki um reiðmennsku sem vill auka við þekkingu sína og færni í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. Reiðmaðurinn er tveggja ára nám.
Námskeiðið er byggt upp af námi í reiðmennsku og er megináherslan lögð á það í gegnum fjórar verklegar helgar á önn (í heimahéraði þar sem áhugahópur er til staðar) en einnig er þetta almennt bóklegt nám sem tekið er í fjarnámi og einni helgi í staðarnámi á Hvanneyri. Námið er metið til samtals 33 framhaldsskólaeininga (ECVET) og lýkur námskeiðsröðinni með sérstakri viðurkenningu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Slík einingagjöf metur þá lágmarks vinnu sem ætlast er til að nemendur leggi fram og er háð því að nemendur hafi sótt 90% verklegra tíma í staðarnámi og standist námsmat. Að baki hverrar einingar er gert ráð fyrir 3 heilum vinnudögum nemandans, hvort sem um er að ræða verklega tíma eða heimanám. Mikil áhersla er lögð á markvissa heimavinnu á milli verklegra helga.
Umsækjendur þurfa að hafa náð 16 ára aldri. Sjá nánar á www.lbhi.is/namskeid<">http://www.lbhi.is/namskeid>; . Reiðmenn eiga þess kost að taka þátt í Reynisbikarnum. Forkeppni fer fram innan hvers hóps en tveir til þrír frá hverjum námshópi taka þátt í undankeppni og svo úrslitum á Skeifudaginn, sumardaginn fyrsta. Reynisbikarinn er til minningar um tamningameistarann Reynir Aðalsteinsson sem var upphafsmaður og hugmyndasmiður Reiðmannsins.

Reiðmaðurinn 2011-2013

Var kenndur í Rangárhöllinni á Hellu og Víðidal í Reykjavík. Útskrifuðust á Skeifudeginum, Sumardaginn fyrsta!

Reiðmaðurinn 2012-2014

Er kenndur á Miðfossum, Akureyri, Selfossi, Víðidal í Reykjavík og á Flúðum.

Reiðmaðurinn 2013-2015

Opið er fyrir umsóknir!

Þeir sem áhuga hafa á náminu sækja um það í gegnum umsóknarsíðu skólans, www.lbhi.is<">http://www.lbhi.is/>; . Muna þarf að Reiðmaðurinn er starfsmenntanám á framhaldsskólastigi. Viðkomandi velur það landssvæði sem hann vill taka verklega hlutann. Þegar búið er að fara yfir umsóknir og veita jákvæð svör, kemur að því að staðfesta þátttökuna með greiðslu á staðfestingargjaldi.

Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu skólans www.lbhi.is<">http://www.lbhi.is>; undir Endurmenntun eða hjá verkefnisstjóra Reiðmannsins, Ásdísi Helgu Bjarnadóttur - ">endurmenntun@lbhi.is>; eða sími 433 5000.

Umsóknafrestur í staðarnám við Landbúnaðarháskóla Íslands rennur almennt út 4. Júní - sjá úrval námsbrauta á www.lbhi.is<">http://www.lbhi.is>;