Firmakeppni Sleipnis fór fram þann 25. apríl í blíðskaparveðri og var skráning ágæt í alla flokka.  Dagskráin hófst með hópreið félagsmanna um götur Selfoss og var endað inná hringvellinum og riðnir nokkrir hringir. Þar flutti stutt ávarp Sveinn Sigurmundsson frá afmælisnefnd.  Keppni hófst svo á unghrossaflokki og fylgdu hinir flokkarnir svo í kjölfarið.   Firmakeppnisnefnd vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra fyrirtækja og bæja sem styrktu félagið með þátttöku,  og einnig til keppenda og annara sem komu að vinnu við mótið.  Eftirfarandi eru úrslitin:


Unghrossaflokkur

1. Magnús jakobsson á Björk frá Þjóðólfshaga
 firma: Skeljungur Stokkseyri
2. Sigurður Óli Kristinsson á Þrá frá Háholti
 Firma: Nesey
3. Brynjar Jón Stefánsson á Svölu frá Stuðlum
 Firma: Félagsbúið Oddgeirshólum.


Barnaflokkur.

1. Dagmar Rut Einarsdóttir á Mekki frá Hólmahjáleigu
 Firma: Fjöruborðið
2. Sólveig Ágústa Ágústsdóttir á Dáð frá Meiritungu
 Firma: Fossraf
3. Hjördís Björk Viðarsdóttir á Fal frá Langholti
 Firma: Lindin


Unglingaflokkur.

1. Hjalti Hrafnkelsson á Seif frá Syðra-Velli
 Firma: Ræktunarsamband Flóa og Skeiða
2. Arnar Bjarki Sigurðsson á Radíusi frá Sólheimum
 Firma: Gesthús
3. Marín L. Davíðsdóttir á Teru frá Litlu-Sandvík
 Firma: Árvirkinn


Ungmennaflokkur.

1. Guðjón Sigurðsson á Glaumdísi frá Selfossi
 Firma: Lagnaþjónustan
2. Bjarni Sveinsson á Frygg frá Selfossi
 Firma: Súluholt ehf
3. Bergrún Ingólfsdóttir á Eskil frá Lindarbæ
 Firma: Vís


Opinn flokkur.

Kristinn Loftsson á Pegasusi frá Geirmundarstöðum
 Firma: Húsasmiðjan
Haukur Baldvinsson á Eitli frá Leysingjastöðum
 Firma IB ehf
Halldór Vilhjálmsson á Byltingu frá Selfossi
 Firma: Landsbankinn.